136. löggjafarþing — 10. fundur,  9. okt. 2008.

heilsársvegur yfir Kjöl.

17. mál
[15:37]
Horfa

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég hjó sérstaklega eftir því í ræðu hjá hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni að hann talar um að eðlilegt sé að byggja góðan ferðamannaveg yfir Kjöl en slæmt að byggja þar heilsársveg. Mér leikur forvitni á að vita hver hinn raunverulegi munur á þessu tvennu er, hvort það sé ætlun þingmannsins að góði ferðamannavegurinn sé eftir sem áður niðurgrafinn malarvegur eða hvort góði ferðamannavegurinn megi vera lítils háttar uppbyggður og malbikaður. Ef hann verður uppbyggður og malbikaður hvað kemur þá í veg fyrir að hann verði notaður árið um kring?