136. löggjafarþing — 11. fundur,  13. okt. 2008.

varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hafa bréf tveggja þingmanna, þeirra Guðfinnu S. Bjarnadóttur og Þuríðar Backman, um að þær séu á förum til útlanda í erindum Alþingis mánudaginn 13. október. Samkvæmt þessum bréfum taka sæti í dag þau Sigríður Á. Andersen fyrir Guðfinnu S. Bjarnadóttur og Björn Valur Gíslason fyrir Þuríði Backman. Björn Valur Gíslason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

Kjörbréf Sigríðar Á. Andersen hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Sigríður Á. Andersen, 3. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]