136. löggjafarþing — 12. fundur,  14. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[14:16]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég get upplýst hv. þm. Jón Magnússon um að það er verulegur ágreiningur milli mín og t.d. hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur sem sat í þessari nefnd um það hvernig fara eigi með vatnsréttindi og réttindi landeigenda í þeim efnum. Við erum í grundvallaratriðum ósammála um aðferðafræði. Það kom fram í nefndinni og það liggur að baki þeim orðum sem hv. þingmaður vísaði til í greinargerð með frumvarpinu.