136. löggjafarþing — 12. fundur,  14. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[14:17]
Horfa

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir þessar upplýsingar en þá leyfi ég mér að spyrja: Var full samstaða milli formanns nefndarinnar svo ég nefni hann, þ.e. hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, og hv. þm. Sigurðar Kára Kristjánssonar? Það er ljóst að það er ágreiningur á milli hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur og hv. þingmanns, sem ég skil mjög vel, en var hins vegar samstaða á milli þeirra sem voru í helstu forustu fyrir vatnalaganefndinni af hálfu ríkisstjórnarflokkanna?