136. löggjafarþing — 13. fundur,  15. okt. 2008.

varamaður tekur þingsæti.

[13:32]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Lúðvíki Bergvinssyni, um að Kristrún Heimisdóttir, 2. þm. Reykv. s., geti ekki af persónulegum ástæðum setið lengur á Alþingi í forföllum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem er í veikindaleyfi. Fyrsti varamaður flokksins í kjördæminu, Mörður Árnason íslenskufræðingur, tekur sæti hennar á Alþingi í dag. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.