136. löggjafarþing — 13. fundur,  15. okt. 2008.

staða bankakerfisins, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:33]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er á milli þingflokkanna um ræðutíma í umræðunni. Umferðir verða þrjár. Í fyrstu umferð hefur ráðherra 20 mínútur til framsögu en talsmenn annarra flokka 15 mínútur. Í annarri umferð hefur hver flokkur tíu mínútur til umráða, í þriðju og síðustu umferð fær hver þingflokkur fimm mínútur og að auki fær ráðherra tíu mínútur í lok umræðunnar.