136. löggjafarþing — 14. fundur,  16. okt. 2008.

vatnalög.

23. mál
[11:13]
Horfa

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Nú er málið úr mínum höndum, það er á forræði þingsins og þingið verður að vega og meta athugasemd hv. þm. Kolbrúnar Halldórsdóttur.

Ég vil þakka hv. iðnaðarnefnd fyrir skjót vinnubrögð. Það er snarborulegt af hv. formanni og þeim sem með honum starfa og hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni sem stýrði þessu gegnum nefndina. Það lá á frumvarpinu og ég vil ítreka þakkir mínar til hv. þingmanns og nefndarmanna í iðnaðarnefnd sem og þeirra sem sátu í vatnalaganefnd fyrir vönduð og skjót vinnubrögð.