136. löggjafarþing — 17. fundur,  30. okt. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

[19:28]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Má ég þá skilja hv. þingmann á þann veg að hann vilji ekkert gefa eftir í umhverfismati, ekki ganga á hlut náttúrunnar, heldur fyrst og fremst standa við þær tímasetningar sem um ræðir í þeim lögum sem við búum við núna? Ef svo er er ég sammála þingmanninum.