136. löggjafarþing — 19. fundur,  4. nóv. 2008.

fjárreiður ríkisins.

55. mál
[17:20]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir allflest sem kom fram í máli hv. flutningsmanns, Kristins H. Gunnarssonar, að hugsanlega því undanskildu sem hann lauk ræðu sinni með, að ráðherrar eigi ekki að eiga sæti á Alþingi. Ég tel að það eigi að fara aðrar leiðir til að styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu og þetta er vissulega leið í þá átt. Það er augljóst, eins og hér kom fram í mjög skýru máli hv. flutningsmanns, að þarna hefur þingið rekið af leið. Ekki bara þarf að bæta lagaumgjörðina heldur framkvæmdina líka, það hefur slaknað á lögum og framkvæmd.

Ég kem hingað fyrst og fremst til að lýsa því yfir að ég tel mjög mikilvægt að þetta mál fái hið allra fyrsta vandaða og hraða umfjöllun í efnahags- og skattanefnd þingsins þar sem ég á sæti.