136. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2008.

stjórn fiskveiða.

114. mál
[16:46]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki sammála hv. þm. Grétari Mar Jónssyni. Það er svo langt frá því að þetta muni sliga útgerðina á komandi ári. Ég veit að meiri sókn hefur verið í ýsu undanfarin ár. Af hverju? Var það ekki vegna skerðingar á þorskinum?

Ég tel að útgerðin sé best til þess fallin að ákveða hvort hún veiði ýsu eða þorsk. Ég er ekki á þessu eins og hv. þingmaður vill láta. Mér finnst ekki samboðið að leggja þetta að jöfnu. Við erum að hagræða fyrir útgerðina til að hún geti stjórnað betur hvaða tegundir hún ætlar að veiða.