136. löggjafarþing — 23. fundur,  11. nóv. 2008.

störf þingsins.

[13:48]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Karl V. Matthíasson um aukningu á veiðiheimildum sem við megum búast við á næstunni að verði gefnar út, í þorski og síld og öðru, hvort hann telur rétt að aukning í veiðiheimildum fari til handhafa núverandi kvótahafa. Tilefnið er að ég tel að nota eigi tækifærið til að innkalla allar veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu og bjóða þær upp á opnum markaði.