136. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2008.

peningamarkaðssjóðir smærri fjármálafyrirtækja.

[10:47]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. viðskiptaráðherra svörin. Ég er samt ekki að fullu sáttur við þær skýringar sem hann gaf. Hæstv. viðskiptaráðherra sagði að ríkið veitti enga peninga til þessara kaupa. Nú kemur fram hérna í sama Morgunblaði á sömu blaðsíðu sú frétt sem ég vitnaði í áðan, að ríkið hafi einfaldlega lagt bönkunum til eigið fé að andvirði 385 milljarða kr. og að andvirðið sem nýju ríkisbankarnir — þeir eru í eigu ríkisins — hafi verið 200 milljarðar. Það eru ekki litlar fjárhæðir og ég hafna því algjörlega að ríkið komi þar ekki að máli.

Ég vil líka benda á að aðstoðarmaður hæstv. viðskiptaráðherra sendi tölvubréf (Forseti hringir.) á forsvarsmenn stóru sjóðanna en ekki á forsvarsmenn peningamarkaðssjóða hinna smærri fjármálafyrirtækja. Þarna er augljóslega ekki verið að gæta jafnræðis, hæstv. forseti.