136. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2008.

kostnaður við varalið lögreglu.

[10:52]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Hæstv. þingforseti. Ég spyr um þetta vegna þess að ljóst er að nú útskrifast úr Lögregluskóla Íslands 32 eða 33 lögreglumenn um næstu áramót og eftir því sem ég best veit er hvergi gert ráð fyrir því að ráða þá um áramót til neins embættis. Það eru ekki til fjárveitingar fyrir fjölgun lögreglumanna við neitt embætti. Ég tala þar sérstaklega um Suðurnesjaembættið þar sem vantar bersýnilega 20 lögreglumenn. Þá finnst mér skondið að búin skuli vera til einhver varasveit héraðslögreglumanna. Ég hefði haldið að við ættum að snúa okkur að því að fá menntaða lögreglumenn. Mér sýnist ekki veita af núna á þessum tímum að alvörulögreglumenn verði ráðnir til starfa (Forseti hringir.) við löggæslu á Íslandi en ekki einhverjir „amatörar“ eða (Forseti hringir.) björgunarsveitarmenn.