136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[14:31]
Horfa

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill taka fram, vegna þeirrar umræðu sem hér hefur átt sér stað, að ákveðið hefur verið að reyna að koma til móts við ósk sem fram hefur komið frá fulltrúa minni hlutans í viðskiptanefnd. Opnað er á það að hugsanlega verði gert fundarhlé að lokinni umræðu um 2. dagskrármálið áður en 3. dagskrármálið kemst á dagskrá ef það mætti verða til þess að liðka fyrir þingstörfum.