136. löggjafarþing — 26. fundur,  13. nóv. 2008.

3. umr. um fjármálafyrirtæki.

[17:53]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill að gefnu tilefni og vegna þessarar umræðu um fundarstjórn forseta taka fram að málið sem er á dagskrá og til umræðu hefur legið fyrir, eins og fram hefur komið, vegna ábendinga og athugasemda frá einum af hv. þingmönnum sem sæti eiga í hv. viðskiptanefnd. Forseti fór yfir málið þar sem ábendingar komu fram, en breytingartillaga og nefndarálit, bæði frá meiri hluta og minni hluta nefndarinnar, liggja fyrir þannig að fullkomlega eðlilega er að því staðið að málið komi til 3. umr. í ljósi umfjöllunarinnar sem það hefur fengið.

Það er hins vegar jafnan þannig að deilt er um mál á Alþingi og það er ekkert nýtt.