136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[16:45]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þessi orð og ég óska eftir því að þeir ágætu ráðherrar sem sagðir eru staddir í húsinu verði kallaðir í salinn. Það var líklega bara misskilin hógværð í þeirri sem hér stendur að hafa ekki haft rænu á því áðan því að ég var með konkret spurningar til hæstv. ráðherra sem ég sleppti vegna þess að þeir voru ekki hér. Ég vil því biðja hæstv. forseta að setja mig aftur á mælendaskrá í trausti þess að hann kalli til þá ráðherra sem sagðir eru í húsinu.