136. löggjafarþing — 32. fundur,  20. nóv. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[17:11]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi hreinskilnislegu svör. En almáttugur — við getum engu svarað, það er engin áætlun. Við erum að taka stóreflis lán og það er bara engin áætlun hjá hæstv. ríkisstjórn.

Ég verð að segja, herra forseti, að það liggur við að manni finnist betra svarið sem við höfum fengið hér undanfarnar vikur um að það megi ekki segja frá áætluninni. En að ríkisstjórnin skuli vera svona berskjölduð og ekki í neinum fötum, eins og barnið sagði um keisarann, í þessum efnum er mjög dapurlegt að heyra.