136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

embætti sérstaks saksóknara.

141. mál
[15:34]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessum sal geta menn ekki skotið sér undan því að verða fyrir gagnrýni eða svörum þótt þeir séu fjarstaddir. Ef þingmenn eru hér, koma upp og flytja ræður þar sem þeir gagnrýna ráðherra á þann veg sem gert var í þessari ræðu hv. þm. Atla Gíslasonar geta þeir ekki búist við að því sé látið ósvarað af því þeir fara úr þingsalnum. (ÁI: Spurning um orðaval.) Þetta er ótrúleg hugsun um hvernig þingstörf ganga fyrir sig.

Ég hef fullan rétt á að lýsa skoðun minni og gagnrýna þennan málflutning þótt hv. þingmaður hafi þurft að fara úr þingsalnum.