136. löggjafarþing — 33. fundur,  21. nóv. 2008.

kolvetnisstarfsemi.

152. mál
[16:28]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek tillit til þessara orða hæstv. ráðherra og beini þeim tilmælum til hæstv. forseta að því máli sem við höfum rætt verði vísað til bæði iðnaðarnefndar og umhverfisnefndar. Ef ekki vill betur að því verði þá skipt í tvennt. Þarna er um tvo algjörlega sjálfstæða lagabálka að ræða og eðlilegt að umhverfisnefnd þingsins fái til umfjöllunar það sem henni tilheyrir rétt eins og eðlilegt er að iðnaðarnefnd fái það sem til hennar verksviðs heyrir.