136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:46]
Horfa

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson kallar það orðagjálfur þegar leitað er eftir því af stjórnarandstöðunni að við njótum hér þess sem segir í 1. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. þingbundinnar stjórnar, þar sem þingið segir til um hvort það vill þola ríkisstjórnina eða ekki. Þetta er einn af þeim mikilvægu, lýðræðislegu hornsteinum sem við byggjum þjóðfélag okkar á.

Þess vegna fer stjórnarandstaðan fram með þessum hætti. Þetta er ekki marklaust orðagjálfur. Við erum að nýta okkur þann lýðræðislega rétt, þá lýðræðislegu möguleika sem við höfum sem löggjafarvaldið til að koma frá ráðþrota, vonlausri ríkisstjórn. Ég segi já.