136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:51]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

(Gripið fram í: Ætlarðu að segja já?) Virðulegi forseti. Umræðan í dag hefur dregið mjög skýrt fram að ekki eru aðrir kostir í stöðunni en núverandi ríkisstjórn. Umræðan sem hér hefur farið fram af hálfu stjórnarandstöðunnar hefur dregið fram að það eru engar tillögur, engar hugmyndir og engar lausnir. Í því ljósi, virðulegi forseti, getur meiri hlutinn ekki sagt annað en nei við tillögunni. Þannig að ríkisstjórnin geti haldið áfram að vinna úr því ástandi sem hér ríkir til að tryggja að heimilin og fyrirtækin komist skammlaust frá stöðunni sem nú er uppi.

Ég tel að deginum hafi ekki verið vel varið í umræðuna sem hér fer fram vegna þess að nauðsynlegt er að nýta tímann vel og með fullri virðingu fyrir stjórnarandstöðunni, sem mér þykir vænt um, þá hefur hún ekki nýtt tímann vel í dag. (Gripið fram í.) Þingmaðurinn segir nei.