136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:55]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Fyrr við atkvæðagreiðsluna var sagt að hún snerist um traust og trúnað. Gagnvart hverjum? Gagnvart íslensku þjóðinni. Hvort eigi að trúa henni fyrir eigin örlögum, eigin framtíð. Þetta er atkvæðagreiðsla annars vegar um lýðræði og hins vegar um forræðishyggju. Jafnvel þótt forræðishyggja Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar kunni að verða ofan á í atkvæðagreiðslunni er ég sannfærður um að þetta eru engin endalok. Það er að rísa í þjóðfélaginu alda. Lýðræðisleg alda sem mun feykja valdaflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni úr valdastólum sínum.

(Forseti (StB): Og þingmaðurinn segir?)

Já.