136. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2008.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

173. mál
[18:56]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Valdstjórnin á Íslandi er hrædd. Stjórnarliðið á Alþingi er hrætt. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar kveinkar sér jafnvel undan umræðum á Alþingi um störf og stefnu og framtíð ríkisstjórnarinnar.

Dapurlegt hefur verið að heyra mótrök stjórnarliða við tillögunni og þeim verður best lýst þannig að menn reyna í örvæntingu að slökkva ljós annarra í þeirri von að þeirra auma tíra skíni þá ögn skærar. Við skulum gefa þjóðinni heimild til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Um miðjan febrúar eða upp úr því er rétti tíminn kominn. Ég skora á þá sem eftir eiga að greiða atkvæði að fylgja samvisku sinni og ég segi já.

(Forseti (StB): Forseti verður að biðja gesti á þingpöllum að virða þær reglur sem gilda á Alþingi Íslendinga.)