136. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2008.

íslenska ákvæðið og fundur um loftslagsmál í Kaupmannahöfn.

[14:17]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Kyoto-bókunin frá 1997 kveður á um loftslagsmál og viðmiðanir í þeirri bókun eru frá árinu 1990. Segja má að í kvótaúthlutun kemur þessi tímasetning illa út fyrir Ísland. Þetta var eftir að hitaveita var að mestum hluta tekin við sem orkugjafi til húshitunar og var mikið af stóriðju í pípunum sem ekki var komin til framkvæmda eða í gang á þessum tíma.

Á sínum tíma var bókað svokallað íslenskt ákvæði en í ákvörðun var undanþága fyrir smáhagkerfi eins og Ísland vegna einstakra framkvæmda um ákveðinn hluta af heildarlosun sem nýta endurnýjanlega orku og nota bestu fáanlegu tækni. Íslenska ákvæðið á að tryggja að stóriðja á Íslandi valdi lágmarks mögulegri losun á heimsvísu.

Ber að nefna í þessu að orðið hefur mikil framför í tækniþróun og losun flúorkolefna frá álframleiðslu dróst saman á Íslandi um 300 þúsund tonn frá árinu 1990–2004 þrátt fyrir að álframleiðsla hefði aukist mikið á því tímabili. Íslenska ákvæðið er samt sem áður mjög mikilvægur grundvöllur fyrir Ísland til framtíðaruppbyggingar og stóriðju. Ég spyr því umhverfisráðherra: Hvernig er hagað undirbúningi fyrir fundinn í Kaupmannahöfn á næsta ári? Hver eru markmið okkar og er ekki öruggt að allt kapp verði lagt á að tryggja áfram hið svokallaða íslenska ákvæði?