136. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2008.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur.

175. mál
[15:04]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Í 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að ráðherra geti sett reglugerð um framkvæmd og eftirlit þessarar aðgerðar þannig að með því á að vera hægt að koma í veg fyrir að menn misnoti þetta. En það gilda auðvitað sömu reglur um þennan útflutning og annan útflutning. Það eru í raun aðrir lagabálkar og önnur ráðuneyti sem með þá lagabálka fara og ef þingmenn vilja gera sérstakar ráðstafanir vegna þessa í því samhengi þá þarf út af fyrir sig að leita annað.