136. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[01:26]
Horfa

utanríkisráðherra (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það reynir kannski ekki á þetta hvað varðar lágmarksinnlánatrygginguna vegna þess að bresk stjórnvöld sögðust ætla að greiða fólki út og raunar umfram lágmarkið vegna þess að þau fara upp í 50 þúsund evrur, bæta fólki þannig upp muninn frá 20 þúsund evrum — sem við föllumst nú á að greiða — upp í 50 þúsund, þannig að aldrei hefði reynt á að þessir einstaklingar hefðu farið í mál við okkur. Við erum í deilu við bresk stjórnvöld vegna þess að bresk stjórnvöld ákváðu að láta einstaklinga ekki bera þetta heldur greiða þeim tiltekna upphæð.

Málið bar því einfaldlega ekki að með þeim hætti sem þingmaðurinn lagði það upp.