136. löggjafarþing — 38. fundur,  28. nóv. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[01:27]
Horfa

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá lítur málið þannig út fyrir mér að bresk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að greiða út ábyrgðina til þegna sinna sem áttu innstæður í Landsbankanum. Þar með er ekki deila milli Íslendinga og breskra einstaklinga. Málið flyst þá yfir á milliríkjavettvang. Þá á íslenska ríkisstjórnin þann kost að semja ekki. Hvað gera Bretar þá? Þá hafa þeir enga stöðu, geta ekki skotið málinu eitt né neitt. Þannig blasir þetta við mér og mér sýnist þetta vera spurning fyrir íslensku ríkisstjórnina hvort hún svari Bretum með því að hún semji ekki eða fari þá leið sem er niðurstaðan, að semja.

Mér finnst vanta frekari skýringar á því hvers vegna valið var að semja þegar þessi kostur lá á borðinu.