136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[10:36]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna athugasemda hv. þingmanns vill forseti geta þess að hæstv. menntamálaráðherra hefur boðað veikindaforföll og forsætisráðherra boðaði forföll af óviðráðanlegum orsökum nú skömmu fyrir þingfundarbyrjun. Forseti getur ekki annað en tekið þær tilkynningar eins og þær eru — ekki er neitt við því að gera — en væntir þess að þeir ráðherrar sem hér eru til andsvara séu tiltækir. (Iðnrh.: Ég er hér!) Hæstv. iðnaðarráðherra var ekki tilkynntur þannig að það gæti orðið (Gripið fram í.) athugunarefni. Ef hæstv. iðnaðarráðherra óskar sérstaklega eftir því að vera hér til andsvara mun forseti ekki gera neinar athugasemdir við það.