136. löggjafarþing — 42. fundur,  4. des. 2008.

sparnaður hjá ríkinu og uppsagnir.

[10:48]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Ég tek við áskoruninni af skilningi þótt auðvitað geti þurft einhvern sveigjanleika í því hvernig farið er í þessi mál eftir eðli þeirrar starfsemi sem um er að ræða. En ég held að það sé skilningur á því sjónarmiði sem hv. þingmaður leggur til grundvallar áskoruninni.