136. löggjafarþing — 43. fundur,  5. des. 2008.

frumvarp um eftirlaun.

[10:38]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna þeirra orða beint var til forseta frá hv. 6. þm. Suðvesturk. þá liggur ekkert frumvarp frammi frá ríkisstjórninni um þau efni sem um var rætt þannig að það verður ekki sett á dagskrá fyrr en því hefur verið dreift í þinginu. Að öðru leyti liggur fyrir sú dagskrá sem samkomulag hefur verið gert um að verði í dag. Í næstu viku verður sett upp dagskrá og forseti mun þá taka afstöðu til þess hvaða frumvörp koma til umræðu á þeim tíma.