136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

161. mál
[12:06]
Horfa

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég skildi hv. þingmann sem hér talaði áðan þannig að hann gerði athugasemdir við það að fleyting krónunnar skyldi hefjast með þann bakhjarl sem felst í yfirlýstu liðsinni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en Alþingi hefði samþykkt þessa þingsályktunartillögu. Ef ég hef skilið athugasemd þingmannsins rétt þá verð ég að segja það héðan úr ræðustóli að ég er honum hjartanlega sammála um það.