136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[19:43]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að þetta sé misskilningur. Hv. þingmaður vísar til annarra atburða en ég var að vísa til. Það voru miklir erfiðleikar í atvinnumálum. Það hefur ekki verið á Súðavík, það hefur verið á Súgandafirði. En þessi yfirlýsing birtist í blöðunum, þ.e. að ekki yrði um byggðastyrki að ræða.

Staðreyndin er sú, og það þekkja allir, að frá árinu 1991 hefur verið stöðug byggðaröskun og atvinnutækifæri á landsbyggðinni eru vannýtt. Landsbyggðin hefur ekki fengið fjármagn nema á okurvöxtum og kannski má segja að sú djúpa kreppa sem við stöndum frammi fyrir sé mikið til bundin við suðvesturhornið þar sem þenslan og brjálæðið var hvað mest.

Ég hygg sem sé að þetta sé misskilningur en ég mun skoða það betur.