136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[19:49]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Þessi dagskrártillaga felur það í sér að því verði hafnað af hálfu Alþingis að veita það galopna samningsumboð sem ríkisstjórnin fer á Íslandi fram á undir hryðjuverkalögum sem enn eru í gildi í Bretlandi. Þess í stað verði stjórnvöldum falið að taka upp samningaviðræður við deiluaðila að nýju á hreinu borði og leita þar eftir því og sækja fast á um að fá fram lögformlegan úrskurðarfarveg í deilumálinu og/eða samningsniðurstöðu á sanngjörnum forsendum. Í því ljósi og með þeim rökstuðningi leggjum við til að tillögunni verði vísað frá.