136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[19:52]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu felst að samningsumboð stjórnvalda er skilyrt með þeim hætti að mál þurfi að hafa skýrst hvað varðar verðmæti tiltekinna eigna Landsbankans í Bretlandi áður en unnt sé að ganga til samninga. Það er líka skilyrt að hryðjuverkalöggjöfinni hafi verið aflétt áður en hægt sé að semja. Með þessum hætti er með óeðlilegum hætti takmarkað svigrúm stjórnvalda til að ná fram niðurstöðu.

Hitt leiðir auðvitað af eðli máls að það er óhugsandi að sjá fyrir sér að samningar verði gerðir í þessu máli sem ekki fela í sér að hryðjuverkalöggjöfinni og frystingu á grundvelli hennar verði aflétt á sama tíma. Það leiðir af eðli máls.