136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[19:53]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Eins og ég nefndi við fyrri umr. fannst mér þetta fullopið umboð sem ríkisstjórninni er veitt með þessari þingsályktunartillögu og gat þess þá að það mætti bæta inn örfáum orðum um að samningana skuli bera undir Alþingi. Þetta er svona svipað og við sendum mann út í bæ — ég gat um það áðan — til að kaupa hús og ekkert meira um það, og svo getur hann keypt stórt hús fyrir lítinn pening eða lítið hús fyrir stóran pening, við skulum bara borga og við skulum samþykkja að greiða þegar greiðslurnar koma í fjárlögum. Þetta finnst mér ekki vera nógu gott og ég hef lagt til að við bætist orðin: „Bera skal samningana undir Alþingi.“ Ég segi já.