136. löggjafarþing — 44. fundur,  5. des. 2008.

samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.

177. mál
[19:56]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá formanni utanríkismálanefndar að hér er farið fram á pólitískan stuðning við uppgjöfina í Icesave-deilunni. Það verður ekki betur orðað. Ég óska hv. þm. Bjarna Benediktssyni til hamingju með orðsnilldina. Það verður ekki betur gert en að segja það hreinum og tærum orðum að það er verið að óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli.

Ég vil hins vegar hér fyrir hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar.