136. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2008.

náttúruverndaráætlun 2009–2013.

192. mál
[18:37]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlustaði grannt eftir því sem hv. þingmaður sagði og ég hlustaði líka eftir því þegar hann sagði, að landið hefði ekki efni á slíkum vinnubrögðum og vísaði hann þar til starfa og verka hæstv. umhverfisráðherra. Ég segi: Landið hefur ekki efni á þessari ríkisstjórn öllu lengur.