136. löggjafarþing — 46. fundur,  9. des. 2008.

tilkynning um dagskrá.

[13:34]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Í dag fara fram tvær umræður utan dagskrár. Sú fyrri hefst um kl. 2, strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, og er um málefni Ríkisútvarpsins. Málshefjandi er hv. þm. Katrín Jakobsdóttir. Menntamálaráðherra verður til andsvara.

Síðari umræðan hefst um kl. 3.30 og er um samráð ríkisstjórnarinnar við launþegasamtökin. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson. Forsætisráðherra verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.