136. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2008.

kjararáð.

210. mál
[17:18]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að líta megi svo á að ákveðin skilaboð séu send með því að nefna þetta bil, 5% til 15%. Það er svigrúm fyrir kjararáð til að útfæra það á sinn eigin hátt. En ég er þeirrar skoðunar að skynsamlegast sé að við höldum okkur innan lagarammans þó að við gerum þessa breytingu vegna aðstæðnanna frekar en að við tökum beina ákvörðun á hv. Alþingi.