136. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2008.

kjararáð.

210. mál
[17:35]
Horfa

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir skýr svör í þessu efni. Eins og kom fram í ræðu minni þá held ég að það standi ekkert upp á alþingismenn að taka á sig launalækkun og sýna með því fordæmi og ganga á undan með góðu fordæmi. En það hlýtur að vera háð því að aðrir fylgi eftir því fordæmi annars er það aldrei fordæmi. Ég vænti þess þá að ráðherra hyggist leggja sig nokkuð fram um að fá aðra til að fylgja því fordæmi og þá mun framtíð málsins auðvitað ráðast af því hvernig þeir samningar verða því að þar er verið að ganga inn á samninga ríkisins við einstaklinga fyrst og fremst og hugsanlega kjarasamninga sem er kannski enn erfiðara mál. Hvert er leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þeim samningum? Er það leiðarljósið að fá þá einstaklinga sem ríkisstjórnin mun snúa sér að til að fallast á lækkun launa um 5–15% í eitt ár og að því loknu verði launin aftur það sem þau voru áður? Eða er eitthvert annað markmið í þeim væntanlegu viðræðum?