136. löggjafarþing — 49. fundur,  10. des. 2008.

afbrigði um dagskrármál.

[15:40]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 25. gr. þingskapa skal 3. umr. um fjárlagafrumvarpið hefjast eigi síðar en 15. desember, það er næstkomandi mánudag. Vegna aðstæðna sem öllum eru kunnar hefur afgreiðsla frumvarpsins dregist í fjárlaganefnd og sýnt að ekki verður unnt að uppfylla þetta ákvæði þingskapanna.

Forseta þykir því rétt að leita nú afbrigða frá þessu ákvæði þingskapa til að fullnægja öllum formsatriðum en vonar að 2. umr. um fjárlagafrumvarpið fari fram allra næstu daga og 3. umr. nokkrum dögum síðar. Hefst nú atkvæðagreiðslan um afbrigðin og biður forseti þá þingmenn sem vilja veita afbrigði að rétta upp hönd.