136. löggjafarþing — 55. fundur,  12. des. 2008.

búnaðargjald.

206. mál
[11:20]
Horfa

Frsm. sjútv.- og landbn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd um breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Ólaf Friðriksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Með frumvarpinu er verið að bregðast við setningu nýs staðals um atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008 í stað ÍSAT95. Engar efnisbreytingar verða á álagningu búnaðargjalds með frumvarpinu.

Nefndin ræddi þá breytingu sem lögð er til í frumvarpinu og hvort breyting á stöðlunum gæti haft áhrif á álagningu búnaðargjalds en svo er ekki.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Kjartan Ólafsson og Gunnar Svavarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Arnbjörg Sveinsdóttir, Atli Gíslason, Helgi Hjörvar, Valgerður Sverrisdóttir, Karl V. Matthíasson, Jón Gunnarsson og Grétar Mar Jónsson.