136. löggjafarþing — 55. fundur,  12. des. 2008.

umgengni um nytjastofna sjávar.

120. mál
[15:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það liggur fyrir að við erum ósammála, ég og hv. þingmaður, um það hvort þetta frumvarp hafi gagnleg áhrif. Ég tel að það verði og lengi framan af var það þannig að hv. þingmaður hafði þá trú líka, en eins og hér var nefnt munum við fylgjast vel með framgangi málsins.