136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[11:28]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þegar gerðar eru tillögur um nærri 7 milljarða kr. niðurskurð í heilbrigðismálum án þess að hafa hugmynd um hver er staða Landspítalans eða heilbrigðisstofnana um allt land — við vitum samt að lauslegar tölur gera ráð fyrir milljarða króna halla á þessu ári sem þýðir að það er innbyggður halli til næsta árs — hvernig er þá hægt að ganga frá gjaldahlið ef ekki eru fengnar niðurstöður?

Enn fremur vil ég spyrja hv. þingmann, formann fjárlaganefndar: Það liggur ekki heldur fyrir tekjuáætlun, það liggja heldur ekki fyrir heildarútgjöld ríkissjóðs hvað varðar vexti, vaxtagjöld á næsta ári og þarnæsta ári eða lántökur og lántökukostnaður, hvernig á að vinna að fjárlagafrumvarp með þeim hætti?

Ég ítreka að þær tillögur sem hér eru lagðar fram fengu nánast enga umræðu í fjárlaganefnd, (Forseti hringir.) þetta voru tillögur ríkisstjórnarinnar. Hefði ekki verið eðlilegra að fjármálaráðherra sjálfur hefði mælt fyrir þessu frekar en að leggja það á herðar formannsins og nefndarinnar sem komu ekkert (Forseti hringir.) að þessari tillögugerð, herra forseti?