136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[11:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Gunnar Svavarsson) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vék að því í frábærri ræðu minni áðan að unnið væri að endurmati á verðlags- og gengisforsendum frumvarpsins (Gripið fram í: Hún var stórkostleg.) og að efnahags- og skattanefnd mundi gera grein fyrir áhrifum skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs fyrir 3. umr. fjáraukalaga og fjárlaga. Það liggur því fyrir að við munum fá það fyrir 3. umr. eins og venjan hefur verið.

En ég get hins vegar tekið undir orð hv. þingmanns að það hefði auðvitað verið betra fyrir okkur að þessar tillögur hefðu verið komnar fyrr fram, að við hefðum haft meiri tíma til þess að fara yfir þær. En staðan er einfaldlega þessi og þess vegna skiptir máli að við notum tímann í dag og næstu daga til þess að endurrýna þær upplýsingar sem komnar eru fram og þá sérstaklega fjáraukann sem lagður var fram í dag.