136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:42]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Gunnar Svavarsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Bjarnasyni fyrir ræðu hans. Hann flutti ræðu sína sem talsmaður minni hlutans. Var ekki svo að stór hluti af ræðunni var inngangur eða leiðarljós Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frekar en hið sameiginlega nefndarálit þessara þriggja stjórnarandstöðuþingmanna sem sitja í fjárlaganefnd?

Í annan stað vil ég spyrja um þær tillögur sem hv. þingmaður vill útfæra. Það er niðurskurður á framlaginu til NATO og Varnarmálastofnun upp á 70 millj. kr. Er það nægjanlegt varðandi hagræðingu sem hugsanlega liggur fyrir í ríkisrekstrinum?