136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:44]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi nefndarálitið og þau atriði sem komu fram í ræðu minni sem ekki var beinn hluti af nefndarálitinu vitnaði ég til þess áðan hvernig það væri og hvernig vikið væri frá nefndarálitinu og inn í annað mál. Það var því nokkuð ljóst í þeim efnum enda liggur nefndarálitið fyrir sem þingskjal og stendur sem slíkt. Það er að mínu viti reyndar mjög gott. Ég hvet hv. þm. Gunnar Svavarsson til að lesa það mjög vandlega því að ef við berum saman nefndarálit meiri hlutans og minni hlutans leyfi ég mér að segja að nefndarálit minni hlutans er miklu styttra og betra án þess þó að segja að hitt hafi verið algerlega ómögulegt. (Gripið fram í.) Varðandi síðan kostnaðarhliðina get ég (Forseti hringir.) spurt hv. (Forseti hringir.) þingmann á móti: Telur hann að tekju- (Forseti hringir.) og gjaldaforsendur séu til staðar til þess að við getum afgreitt gjaldahlið frumvarpsins?