136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Dettur hv. þingmanni í hug — þrátt fyrir skort á þeim upplýsingum sem hann kallar eftir og ég viðurkenni fúslega að væri gott að hafa — að fara í gegnum þessa umræðu án þess að taka afstöðu til þeirra tillagna sem hér liggja fyrir? Ef hann er ósáttur við þær ætti hann að koma fram með því hugrekki að benda á aðrar leiðir til þess að draga úr fyrirsjáanlegum kostnaði í tekjufalli ríkissjóðs á næsta ári.

Ég skora á vinstri græna að koma með raunhæfar tillögur í þá veru að mæta þeim vanda sem skapast hefur og ítreka spurningar mínar og hv. formanns fjárlaganefndar, Gunnars Svavarssonar, í þá veru.