136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[14:48]
Horfa

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Þetta er hörmuleg niðurstaða af niðurskurðarvinnu ríkisstjórnarinnar að það skuli eiga að skerða framlög til Háskóla Íslands um sem nemur tæpum 1 milljarði á næsta ári samkvæmt þeim fjárlagalið sem hér er verið að greiða atkvæði um. Það stangast algerlega á við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að nú skuli sem aldrei fyrr gefa fólki tækifæri til háskólamenntunar. Nú skuli opna alla háskólana upp á gátt. (Gripið fram í: Það hafa aldrei verið fleiri sem …) Ég vil því bara segja við þessa ríkisstjórn: Það kostar að kenna fólki í háskóla á Íslandi og það er ekki hægt að vera ósamkvæmari sjálfum sér en ríkisstjórnin er í þeirri tillögu sem hér liggur fyrir og það er skömm að því að þeir skuli bera þetta undir atkvæði Alþingis Íslendinga.