136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[14:51]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er ríkisstjórnin að leggja til niðurskurð á öllum háskólasetrunum á landsbyggðinni. Það sést hvert risið er. Það er niðurskurður á háskólasetri Snæfellinga um 6 millj. kr., ég held að það sé öll fjárveitingin. Það er niðurskurður á háskólasetri Hornafjarðar um 6 millj. kr., ég held að það sé öll fjárveitingin, það er niðurskurður á háskólasetrinu á Húsavík um 6 millj. kr., ég held að það sé öll fjárveitingin. Það er niðurskurður á rannsóknarsetri Háskóla Íslands í landnýtingu upp á 1 millj. kr. og rannsókna- og fræðasetri á Austurlandi um 5 millj. kr.

Hvert er þessi ríkisstjórn eiginlega að fara ef þetta er það sem á að skera niður, þekkingarsetrin á landsbyggðinni sem hafa einmitt gegnt lykilhlutverki í þeim litlu fjárveitingum sem þau hafa þó fengið? Herra forseti. Þetta er dapurt, þetta er til skammar. Við tökum ekki þátt í svona vinnubrögðum.